Skrá Inn

40% afsláttur – Gjafabréf í svifvængjaflug með GoPro video Jaðaríþróttir

Bláfjallavegur

Kynningarflug á svifvæng með flugkennara er einstök upplifun!

Flugtak er af flatlendi með togbúnaði svo þú þarft ekki að hoppa fram af neinu. Landslagið beinlínis lifnar við séð úr svifvæng. Undir dinglandi fótum þér muntu sjá hvernig hraunið hefur runnið og mótast í áranna raðir. Með vindinn í hárinu ertu með útsýni yfir borgina og Reykjanesið, út á Snæfellsnes, inn á hálendi, yfir á suðurströndina og til Eyja. Þú getur prófað að stýra vængnum og kynnist grunnatriðum og aðdráttarafli svifvængjaflugs.

Fullt verð 40.000,-
SUMARTILBOÐ:
40% afsláttur = 24.000,-
Hægt að fá fallegt gjafabréf í umslagi.

Við minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki – og við tökum á móti Ferðagjöfinni!

Myndband