Skrá Inn

Gisting fyrir tvo með morgunverð | Hótel Kría Gisting

Sléttuvegur 12-14

Hótel Kría opnaði sumarið 2018 í Vík í Mýrdal. Hótelið samanstendur af 72 herbergjum og einni svítu, bar og veitingarstað. Öll herbergin eru rúmgóð, björt og með þægindin í fyrirrúmi. Vík í Mýrdal er rétt um tveggja klukkustunda keyrslufjarlægð frá Reykjavik og hefur lengi verið talinn einn helst ferðamannastaður Íslands.

Mýrdalshreppur einkennist af sterkum andstæðum í náttúrunni. Svartar strendur, jöklar og grænar hlíðar. Mýrdalur er staður útivistar og ævintýra. Í nágrenni Mýrdalsjökuls má nefna fjórhjólaferðir á sólheimasandi, jöklagöngur á sólheimajökli og kayakferði á jóni jökulsins. Í nágrenni Víkur má koma blóðinu á hreyfingu í Zip-line ævintýri eða svifvængjaflugi fyrir þau allra hugrökkustu. Golfvöllurinn í Vík er staðsettur rétt við hótelið, völlurinn samanstendur af níu brautum og er ein braut vallarins par 6, sú eina á landinu.

– Tilboðið gildir fyrir tvo í Mountain View herbergi með morgunverð innifalinn.
– Aðgangur að golfvelli fylgir frítt með allri gistingu. 
– Innritun er eftir kl 14:00 og útskráning er til kl 11:00.
– Verð: 19.900 kr. 

 

Myndband