Skrá Inn

Komdu með í ævintýralega heimsókn á Langjökul í sumar og sjáðu stærstu manngerðu ísgöng heims. Boðið verður upp á ferðir á völdum dagsetningum á sérstöku tilboðsverði út sumarið 2020.

Keyrt er á sérútbúnum jöklatrukkum í 1260 metra hæð, nálægt toppi jökulsins. Við góð skilyrði er útsýnið eitt það magnaðasta sem fyrirfinnst á Vesturlandinu. Sérþjálfaðir leiðsögumenn fræða hópinn um jökla á Íslandi og leiða ferðina í gegnum göngin.
Um er að ræða einstakt tækifæri til þess að heimsækja næststærsta jökul Íslands og sjá þau undur sem hann hefur að geyma.

Undanfarin 5 ár hefur Into the Glacier sérhæft sig í ferðum á Langjökli en helsta aðdráttarafl okkar hafa verið manngerðu ísgöngin sem grafin voru út árið 2015. Göngin eru þau stærstu sinnar tegundar í heiminum og veita einstaka innsýn í það sem leynist undir yfirborði jökulsins. Farartækin sem við notumst við eru fyrrverandi loftskeyta trukkar sem voru í þjónustu NATO á kalda stríðsárunum sem hafa nú verið endurgerðir með friðsælla hlutverk í huga.

 

Verð nú: 12.540kr á mann (6.270kr fyrir börn)

Verð áður: 20.900kr á mann (12.540kr fyrir börn)

Myndband