Skrá Inn

Komdu með okkur í ævintýralega flúðasiglingu niður Hvítá á Suðurlandi. Hvítá er fallegt og hressilegt fljót í rúmlega klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík. 

Í rúm 30 ár höfum við boðið upp á vinsælustu flúðasiglingar landsins frá bátahúsinu okkar á Drumboddsstöðum eða „Drumbó“ eins og við köllum staðinn. Flúðasigling í Hvítá er ævintýraleg ferð í flottum öldum og fallegu landslagi sem hentar öllum.

Drumbó eru í aðeins 1,5 klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík og því tilvalin afþreying fyrir alla sem vilja búa til skemmtilegar og eftirminnlegar minningar í fallegu umhverfi. Vinsælustu náttúruperlur landsins Gullfoss og Geysir eru steinsnar frá og ekki tekur nema 20-30 mínútur að keyra frá Flúðum, Laugavatni og Grímsnesi að Drumbó.

Á Drumoddsstöðum taka reyndir leiðsögumenn vel á móti þér og allir fá blautgalla og þann öryggisbúnað sem nauðsynlegur er fyrir siglinguna. Búningsklefar eru á staðnum og eftir flúðasiglinguna er fátt betra en að fara í heita sturtu og sauna. Eina sem þú þarft að gera er að taka með þér sundföt, handklæði, hlýja peysu úr ull eða flís og við sjáum um rest.

Siglingin byrjar við Veiðistaðinn og liðast 7 km leið niður ánna í gegnum flottar öldur, fjölbreyttar flúðir, miðlungsstórar holur, hyli og breiður. Siglt er í gegnum sérstæðar bergmyndanir í Brúarhlöðum, stuðlaberg ber fyrir augum og sé þess óskað fá ræðarar að stökkva fram af kletti í ánna.

Í lok ferðar geta ræðarar notið þess að slaka á í fallegu umhverfi Drumboddsstaða eftir heita sturtuna. Við verðum búin að hita grillið og fyrir þá sem vilja er hægt að fá sér grillaða steik og bjór á veitingastaðnum okkar á góðu verði.

Rafting niður Hvítá er skemmtileg og fjölbreytt sigling fyrir fyrir alla sem eru í ævintýraleit!

 

Verð nú: 9.793kr á mann

Verð áður: 13.990kr á mann

 

Myndband