Skrá Inn

Skemmtileg jöklaganga á Sólheimajökli – 40% afsláttur Afþreying, Öll tilboð

Sólheimajökulsvegur, Mýrdalshreppur, Southern Region, Iceland

Nú er rétti tíminn til að ferðast innanlands og kynnast fallega landinu okkar. Því er tilvalið að slást í för með okkur í skemmtilega jöklagöngu á hinum stórkostlega Sólheimajökli!

Í sumar bjóðum við upp á skipulagðar jöklagöngur á Sólheimajökul í stórbrotnu landslagi þar sem saman fer samspil jökla og eldfjalla. Jökullinn hefur lengi verð vinsæll áfangastaður fyrir þá sem vilja komast í snertingu við ósnortna og hreina náttúru.
Ævintýragangan hefst við bækistöð okkar á bílastæðinu við Sólheimajökul þar sem allir fá öryggisbúnað við hæfi, mannbrodda, ísaxir, öryggisbelti og hjálma. Þegar allt er klárt er gengið að saman jökulröndinni þar sem sérþjálfaðir leiðsögumenn aðstoða við að spenna broddana rétt á og fara yfir öryggisatriði.

Sólheimajökull er skriðjökull á sunnanverðum Mýrdalsjökli sem nýtur sín vel í fjölbreyttu landslaginu. Jökulsorfin fjöllin, jökulruðningarnir, lónið og skriðjökulinn skapa andstæður sem tilkomumikið er að njóta. Og tilfinningin að standa á þúsund ára gömlum ís er ógleymanleg upplifun. Jökulinn hefur lengi verið vinsæll áfangastaður fyrir þá sem vilja komast í snertingu við hreina náttúru og er aðkoma auðveld sem gerir hann kjörinn fyrir göngur sem þessa.

Á jöklinum veitum við upplýsingar og fróðleik um myndun jökulsins, landmótun hans og nánasta umhverfi. Og einnig gefst tími til að staldra við öðru hvoru, skynja ægifegurð jökulsins og njóta stórfenglegs útsýnisins.
Sólheimajökull er í 2 klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Gangan tekur um 3,5-4 klukkustundir og er tiltölulega létt. Allir sem náð hafa 8 ára aldri og eru við góða heilsu eiga því auðvelt með að ganga á jökulinn og njóta afþreyingarinnar.

 

Verð nú: 8.394kr á mann

Verð áður: 13.990kr á mann