Skrá Inn

Snorkl í Silfru er ógleymanleg upplifun sem er tilvalin fyrir fjölskyldur og vinahópa, í næsta nágrenni Reykjavíkur. Flekaskilin, tærleiki vatnsins, litbrigðin og formleiki landslagsins undir yfirborði gjárinnar skilur eftir minningar sem munu fylgja þér lengi. Á meðan þú lætur þig fljóta getur þú snert heimsálfurnar til hvorrar handar og ekki er úr vegi að taka smá sopa af hreinu og tæru vatninu sem ferðast hefur um áratugi í gegnum hraunið alla leið frá Langjökli.

Allur útbúnaður er innifalinn (þurrbúningur, skór, hanskar, snorklgríma og fit) en mikilvægt er að mæta í hlýjum undirfatnaði, t.d. föðurlandi og ullarsokkum til að halda á sér hita.
Áður en farið er í gjánna er farið vel yfir öll öryggisatriði. Við erum með sérþjálfaða og vottaða köfunarleiðsögumenn sem leiðbeina hópnum á ferðalaginu um Silfru til að þú getir notið einstaks útsýnis undir yfirborði vatnsins.

Eftir snorklið er boðið upp á smákökur og heitt kakó. Innifalið í verðinu eru ljósmyndir á rafrænu formi sem að leiðsögumaðurinn tekur í gegnum ferðina, frábærar til þess að deila á samfélagsmiðlum eða með fjölskyldu/vinum.
Um er að ræða ógleymanlega upplifun í einum af náttúruundrum Íslands.

 

Við verðum með frábær tilboð á völdum dagsetningum í allt sumar!

Verð nú: 7.995kr á mann (Ath. að við bætist 1.500kr Silfru gjald)

Verð áður: 15.990kr á mann (+1.500kr Silfru gjald)