Skrá Inn

Innifallið í verði er gisting og morgunverðaplatti í 2 nætur í tveggja manna herbergi

Kaffi Klara gistihús og veitingar

Kaffi Klara er staðsett í gömlu pósthúsinu í Ólafsfirði, sögufrægt hús í hjarta Ólafsfjarðar sem gért var upp í 2013 og innréttað sem kaffihús og gistiheimili.  Kaffi Klara er notalegt og heimilislegt kaffhús þar sem lögð er áhersla á að hlúa vel að gestunum, nota hráefni úr héraði, elda matinn sem mest frá grunni og skapa matarupplifun. Boðið er upp á rétt dagsins, súpa og heimabakað brauð og auk þess  smurt brauð, samlokur, súrdeigspitsur, heimabakaðar kökur, tertur og vöfflur.  Í 2. mínútna göngufjarlægð er matvöruverslun, með pósthús, og hraðbanki er í 2 min fjarlægð. Í sumar verður i boði

Gistihúsið er staðsett á efri hæð Kaffi Klöru, í miðbær Ólafsfjarðar. Það eru 5 herbergi og 2 baðherbergi. Herbergin eru með nútímalegum innréttingum og eru með viðargólf og handlaug. Gestir hafa aðgang að sameiginlegri baðherbergisaðstöðu auk sameiginlegs svæðis með ísskáp og hraðsuðukatli.

Staðsetning

Við erum staðsett meðfram Norðurstrandarleiðinni mitt á milli Dalvík og Siglufirði. Akureyri er í 1 klukkustundar akstursfjarlægð.   Sundlaug Fjallabyggðar er í 300 metra fjarlægð. Skemmtilegt leiksvæði við grunnskólann auk hoppudýna við sundlaugin. Í næsta nágrenni má finna fullt af gönguleiðum og skipulagðar gönguferðir á vegum Ferðafélagið Trölla fara fram alla þriðjudaga auk 1 laugardagur í mánuði. Á sumrin er hægt að keyra Lágheiðina sem fer frá Fljótum og yfir í Ólafsfirði. Við hliðinni af Kaffi Klöru er Pálshús þar sem er til húsa náttúrugripasafn. Hægt er að veiða frá bryggjunni í Ólafsfirði, boðið er upp á sæþotuferðir, Hótel Brimnes leigir út kajakkar og stutt er yfir á Siglufirði. Í Ólafsfirði er frábær goflvöllur og skemmtilegt er að fara  niður í Ósbrekkusandi. Á Siglufirði er Síldarminjasafnið staðsett þar sem fjölbreytt dasgkrá verður  í boði í sumar.

Verð: 23.000 kr