Skrá Inn

Vilt þú læra að róa á Stand Up Paddleboard?

Sigríður Ýr SUP kennari hjá Venture North býður upp á SUP kennslu þar sem þú lærir grunnhandtökin á Stand Up Paddleboard (SUP) og færð að spreyta þig á Pollinum á Akureyri.

Þú lærir á búnaðinn, að krjúpa og standa upp, og róa bæði áfram afturábak og taka beygjur. Þú færð góða alhliða líkamsrækt í leiðinni þar sem róður á SUP brettum æfir bæði jafnvægi og styrk. – Tilvalið fyrir byrjendur.

Innifalið er afnot af öllum búnaði – Bretti, ár, þurrgalla og skóm ásamt kennslu.

5000 kr á mann – Hámark 10 þátttakendur og 12 ára aldurstakmark

Skráning í PM eða á info@venturenorth.is

Mættu tímanlega í Siglingaklúbbinn Nökkva í mjúkum fatnaði og með handklæði.  Einnig má mæta með húfu og vettlinga og jafnvel auka föt ef þú ert líkleg/ur til þess að vilja kasta þér útí.

Sigríður Ýr sér um kennsluna, en hún er með SUP kennsluréttindi frá ASI – Academy of Surfing Instructors og SUP Jógakennari frá SUP Yoga Instructor Training Europe ásamt því að vera Sjúkraflutningakona og Wilderness First Responder – Svo þú ert hvergi í öruggari höndum á SUP en hjá Siggu.

Hlökkum til að róa með þér!

 

Skoðaðu Facebook viðburði Venture North hér: https://www.facebook.com/events/244977420115418/